Log In
Register

Skotta Lyrics

Skálmöld - Sorgir
Band
Album

Sorgir

(2018)
TypeAlbum (Studio full-length)
LabelsNapalm Records
Album rating :  90 / 100
Votes :  1
5. Skotta (6:54)
Skotta niður skarð,
skautar yfir barð.
Illit í hyggju hefur.
Heimafólkið sefur.

Daginn áður dafnaði friður
en dó svo á einni nóttu.
Mildur þeyrinn á midnætti
var orðinn mannskaðaveður á óttu.

Vorið flúði vinda að handan
og varga af öðrum heimi.
Draugagangur i dalverpinu,
nú er dauðinn sjálfur á sveimi.

Nú er dauðinn sjálfur á sveimi.

Frost, þú mátt festa þinn
fjötur við húsvegginn.
Kynngi min kælir þil,
kæfandi ljós og yl.

Skotta finnur skjól,
skriður yfir hól.
Hallar sér í holu.
Herðir frost með golu.

Skotta húkir skammt fyrir ofan
er skundar hann niður datinn.
Blæs í frostið, blóðar á siðu,
hann er beygður maður og kvalinn.

Gegnum litla glufu á veggnum
hún gægist inn úr snænum.
Draugur leikur við dreng og stúlku,
nú er dauðinn sjálfur á bænum.

Nú er dauðinn sjálfur á bænum.

Frost, þú mátt festa þinn
fjötur við langeldinn.
Kynngi min kæfir glóð.
krókna þá menn og fljöð.

Ber hann þreyttur bál i kotið,
bæjargöngin gengur köld.
Þróttur horfinn, þrekið brotið,
þetta eru málagjöld.

Hlýnar mér er halir falla,
hatur nærir draugaþý
Heyrist Skottu kjaftur kalla:
"Kveikir þú upp eld á ný?"

Skotta.
Skotta.
Share on Facebook
Share on Twitter
Added by level 21 Eagles
Skálmöld - Sorgir
Sorgir - Lyrics
1.  Ljósið Lyrics2.  Sverðið Lyrics
3.  Brúnin Lyrics4.  Barnið Lyrics
▶   5.  Skotta Lyrics6.  Gangári Lyrics
7.  Móri Lyrics8.  Mara Lyrics
Skálmöld - Sorgir
Sorgir - Album Credits
Members
  • Björgvin Sigurðsson : Vocals, Guitars
  • Baldur Ragnarsson : Guitars, Vocals
  • Þráinn Árni Baldvinsson : Guitars, Vocals
  • Snæbjörn Ragnarsson : Bass, Vocals
  • Jón Geir Jóhannsson : Drums, Vocals
  • Gunnar Ben : Keyboards, Vocals, Oboe
Other staff
  • Kristjan Lyngmo : Artwork
Info / Statistics
Artists : 47,778
Reviews : 10,477
Albums : 172,259
Lyrics : 218,435